„Hver er ekki tilnefndur?“

Jürgen Klopp og Mohamed Salah á æfingu Liverpool-liðsins í dag.
Jürgen Klopp og Mohamed Salah á æfingu Liverpool-liðsins í dag. AFP

Sjö leikmenn Liverpool keppa um Gullboltann eftirsótta en eins og greint var frá í gær hafa 30 leikmenn verið tilnefndir í kjöri á knattspyrnumanni ársins í Evrópu.

„Ég heyrði að við ættum sjö leikmenn sem eru tilnefndir og mín fyrsta spurning var; hver er ekki tilnefndur?“ sagði Klopp við fréttamenn í dag.

„Þetta er fínt. Ég skil ekki mikið um þessa hluti ef ég á að vera 100% heiðarlegur og hvað það þýðir fyrir leikmennina. Ég veit að ef þú vinnur er það stórt en ef þú gerir það ekki þá skaðar það ekkert svo mikið. Þetta er til merkis um tímabilið hjá okkur og hvernig við spiluðum og það er því eðlilegt að margir leikmenn hafi verið tilnefndir ef það eru til fótboltasérfræðingar,“ sagði Klopp.

Leikmennirnir sjö sem eru tilnefndir frá Liverpool eru: Trent Alexander-Arnold, Alisson Becker, Sadio Mané, Mohamed Salah, Roberto Firmino, Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert