Tottenham eins og Colchester (myndskeið)

Liverpool vann 2:1-sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tómas Þór Þórðarson fékk Bjarna Þór Viðarsson og Magnús Már Einarsson í heimsókn til sín í Völlinn á Síminn sport eftir leik og ræddu þeir málin. 

Tómas sagði að Tottenham hefði varist líkt og það væri Colchester að mæta á Anfield í deildabikarnum og Bjarni tók í sama streng. 

„Þetta sýnir okkur hvað Liverpool og Manchester City eru komin mikið lengra en Tottenham, United og Arsenal. Pochettino og Solskjær sjá enga aðra möguleika,“ sagði Bjarni. 

Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is