Áfall fyrir Tottenham

Harry Kane
Harry Kane AFP

Harry Kane, fyrirliði Tottenham, verður ekki með liðinu gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og þá gæti hann misst af leik liðsins í Meistaradeildinni í vikunni vegna veikinda.

Þetta er áfall fyrir Tottenham en Kane er langmarkahæsti leikmaður liðsins með tíu mörk á tímabilinu. Heung-Min Son kemur næstur með fimm mörk og þá hefur Erik Lamela skorað þrjú en Tottenham hefur verið í basli á tímabilinu og er í 13. sæti með 12 stig.

Liðið heimsækir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton á Goodison Park klukkan 16:30 í dag en bæði lið þurfa nauðsynlega á stigunum að halda. Everton er í 17. sæti með tíu stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert