Gylfi og félagar jöfnuðu eftir skelfilegt atvik

Fabian Delph reynir að komast framhjá Lucas Moura á Goodison …
Fabian Delph reynir að komast framhjá Lucas Moura á Goodison Park í dag. AFP

Everton og Tottenham skiptu með sér stigunum er þau mættust í furðulegum fótboltaleik á Goodison Park í Liverpool í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Lokatölur urðu 1:1.

Leikurinn sjálfur féll því miður í skuggann á afar ljótu fótbroti portúgalska miðjumannsins André Gomes skömmu fyrir leikslok, en hann verður væntanlega lengi frá eftir að Heung-Min Son braut á honum og fékk rautt spjald fyrir vikið. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Delei Alli Tottenham yfir á 63. mínútu og var staðan 1:0, allt þar sem Cenk Tosun skoraði jöfnunarmark í uppbótartíma með föstum skalla. Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á varamannabekk Everton og lék síðustu sex mínúturnar í venjulegum leiktíma og tólf mínútur í uppbótartíma. 

Tottenham er í ellefta sæti með þrettán stig og Everton í sautjánda sæti með ellefu stig, þremur stigum fyrir ofan Southampton sem er í fallsæti. 

Everton 1:1 Tottenham opna loka
90. mín. Það verða tólf mínútur í uppbótartíma. Nóg eftir!
mbl.is