Missir líklega af stórleiknum gegn Liverpool

David Silva.
David Silva. AFP

David Silva, fyrirliði Englandsmeistara Manchester City, mun að öllum líkindum missa at toppslagnum gegn Liverpool á Anfield um næstu helgi.

Silva, sem er á sínu síðasta tímabili með City, varð fyrir meiðslum í sigri meistaranna gegn Southampton á laugardaginn og var skipt út af í hálfleik.

Pep Guardiola, stjóri City, segir að um vöðvameiðsli hafi verið að ræða og það taki jafnan tíu til tólf daga að jafna sig af þeim.

Liverpool er sex stigum á undan Manchester City og hafa lærisveinar Jürgens Klopp ekki tapað heimaleik síðan í janúar 2017.

mbl.is