Silva og Iniesta í sama liði?

David Silva.
David Silva. AFP

David Silva, fyrirliði Englandsmeistara Manchester City, er í viðræðum við japanska liðið Vissel Kobe um að ganga í raðir þess þegar samningur hans við City rennur út eftir tímabilið.

Ef af félagaskiptunum verður mun Silva verða þriðji Spánverjinn í herbúðum liðsins en með því spila Andrés Iniesta og David Villa, sem tilkynnti í gær að hann hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna. Silva hefur einnig verið orðaður við bandaríska liðið Inter Miami, sem David Beckham á.

Silva hefur átt góðu gengi að fagna með liði Manchester City frá því hann kom til liðsins frá spænska liðinu Valencia árið 2008. Hann hefur spilað 409 leiki með City, skorað 73 mörk og hefur átt 134 stoðsendingar.

Silva hefur fjórum sinnum orðið Englandsmeistari með Manchester City, hefur unnið enska deildabikarinn fjórum sinnum og ensku bikarkeppnina tvisvar. Þá varð hann heimsmeistar með Spánverjum í S-Afríku 2010 og Evrópumeistari tveimur árum síðar.

mbl.is