Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, skráði nafn sitt í sögubækur enska landsliðsins þegar hann skoraði þrennu í 7:0 sigri Englendinga gegn Svartfellingum í undankeppni EM í gærkvöld.
Kane varð þar með fyrsti leikmaður enska landsliðsins til að skora þrennu í tveimur leikjum í röð á Wembley en hann skoraði þrjú mörk í 6:0 sigri Englendinga á móti Búlgörum.
Kane, sem er 26 ára gamall, er kominn upp í sjötta sæti yfir markahæstu leikmenn enska landsliðsins frá upphafi en hann hefur skorað 31 mark í 44 leikjum. Hann komst í gær upp fyrir leikmenn eins og Frank Lampard og Alan Shearer.
Markahæstu leikmenn enska landsliðsins, leikir í sviga:
53
- Wayne Rooney (120)
49
- Bobby Charlton (106)
48
- Gary Lineker (80)
44
- Jimmy Greaves (57)
40
- Michael Owen (89)
31
- Harry Kane 31 (44)