Ungur leikmaður Reading undir smásjá United

Danny Loader er á smásjá Manchester United.
Danny Loader er á smásjá Manchester United. Ljósmynd/Reading

Manchester United er eitt nokkura félaga í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem fylgist grannt með Danny Loader, framherja Reading. Hinn tvítugi Loader er samningslaus eftir leiktíðina og hafa samningaviðræður við Reading gengið illa. 

Loader skoraði grimmt fyrir yngri landslið Englands, en hann hefur skoraði eitt mark í 25 leikjum í ensku B-deildinni síðan hann spilaði sinn fyrsta leik aðeins 16 ára gamall. 

Loader var nálægt því að ganga í raðir Wolves í sumar, en félagsskiptaglugganum var lokað, áður en hægt var að ganga frá kaupunum. 

„Allir vita að lið úr úrvalsdeildinni reyndi að fá mig, en það gekk ekki upp. Ég er með mikinn metnað og ég vil spila á stærsta sviðinu og þú veist aldrei hvenær þú færð tækifæri til þess aftur,“ sagði Loader við Sky Sports. 

mbl.is