Mourinho vinnur og vinnur (myndskeið)

Tottenham hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan José Mourinho var ráðinn knattspyrnuþjálfari liðsins. Tottenham hefur skorað fullt af mörkum síðan hann tók við, en einnig fengið mikið af mörkum á sig. 

Tottenham hafði betur á heimavelli gegn Bournemouth í dag, 3:2. Dele Alli skoraði tvö mörk fyrir Tottenham, sem komst í 3:0, rétt eins og gegn West Ham í fyrsta leik Mourinho. Þá minnkaði West Ham í 3:2, eins og Bournemouth í dag. 

Svipmyndir úr þessum skemmtilega leik má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is