Leicester upp í annað sætið - United í basli

Kelechi Iheanacho var fagnað vel og innilega af liðsfélögum sínum.
Kelechi Iheanacho var fagnað vel og innilega af liðsfélögum sínum. AFP

Manchester United og nýliðar Aston Villa skildu jöfn, 2:2, í leik liðanna á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leicester er hins vegar komið upp í annað sætið eftir dramatískan 2:1-sigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton. 

Jack Grealish sló þögn á Old Trafford með glæsilegu marki á 11. mínútu er hann sneri boltann upp í bláhornið fjær úr kyrrstöðu til að koma gestunum í verðskuldaða forystu en þeir spiluðu afar vel, sérstaklega í fyrri hálfleik.

United gekk illa að skapa sér færi lengst af en náði þó að koma inn jöfnunarmarki rétt fyrir hálfleik þegar Andreas Pereira setti frábæra fyrirgjöf inn í teig og Marcus Rashford skallaði boltann í stöngina, þaðan í Tom Heaton markmann og þaðan í markið. Sjálfsmark var niðurstaðan.

Heimamenn tóku svo forystuna á 64. mínútu þegar Victor Lindelöf skallað boltann í netið eftir hornspyrnu á 64. mínútu en gestirnir svöruðu um hæl. Tyrone Ming skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á ferlinum þegar hann skaut fyrirgjöf Matt Targett inn í netið. Fleiri urðu mörkin ekki og sóttu nýliðarnir verðskuldað stig á Old Trafford. Villa er í 15. sæti með 15 stig en United er í 9. sæti með 18 stig.

Leicester vann sjötta leikinn í röð

Leicester skaust aftur upp í annað sætið, upp fyrir Englandsmeistara Manchester City, með því að vinna dramatískan 2:1-sigur á Everton á heimavelli sínum í dag. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og með fyrirliðabandið og það voru gestirnir sem komust yfir á 23. mínútu með marki Richarlison. Gylfi spilaði allan leikinn.

Jamie Vardy jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik er hann skoraði í sjötta leiknum í röð og seint í uppbótartímanum skoraði Kelechi Iheanacho dramatískt sigurmark. Aðstoðardómarinn taldi hann rangstæðan og veifaði flaggi sínu en eftir athugun í VAR var markið talið gott og gilt, við mikinn fögnuð heimamanna.

Frederic Guilbert tæklar á eftir Marcus Rashford á Old Trafford …
Frederic Guilbert tæklar á eftir Marcus Rashford á Old Trafford í dag. AFP
Man. Utd 2:2 Aston Villa opna loka
90. mín. Luke Shaw (Man. Utd) fær gult spjald Gestirnir reyna að komast í skyndisókn og Shaw brýtur á Grealish til að stöðva hann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert