Góður tímapunktur fyrir Everton að skipta (myndskeið)

Leicester skaust aft­ur upp í annað sætið, upp fyr­ir Eng­lands­meist­ara Manchester City, með því að vinna drama­tísk­an 2:1-sig­ur á Evert­on á heima­velli sín­um í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Gylfi Þór Sig­urðsson var í byrj­un­arliði Evert­on og með fyr­irliðabandið.

Richarlison kom Everton yfir í fyrri hálfleik, en Leicester svaraði með marki frá Jamie Vardy, áður en Kelechi Iheanacho. Markið var upprunalega dæmt af vegna rangstöðu, en eftir að VAR skoðaði það var það að lokum dæmt gilt.  

Tómas Þór Þórðarson og álitsgjafar hans, Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson, fóru yfir málið í Vellinum á Símanum sport. 

Þá tók Sky Sports viðtal við Gylfa Þór Sigurðsson sem einnig er sýnt í innslaginu hér fyrir ofan. 

mbl.is