Dyche við Tómas: Hópur af 50 milljóna punda leikmönnum

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, spjallaði við Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport eftir 1:4-tap gegn Manchester City á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 1:0, en Burnley átti erfitt í seinni hálfleiknum. 

„Við reyndum að halda þessu jöfnu í fyrri hálfleik, sérstaklega þar sem við erum að glíma við meiðsli. Við stilltum upp liði sem gat haldið okkur inn í leiknum. Í seinni hálfleik misstum við svo leikinn frá okkur of fljótt.

Það var eins og við værum að bíða eftir því að leikurinn myndi klárast, en það er ekki hægt á móti svona liði. Þeir skora gott annað mark og eftir það er þetta erfitt. Þegar hópur af 50 milljóna punda mönnum mætir á svæðið er þetta erfitt, sérstaklega þegar þeir komast yfir,“ sagði Dyche, en Bunley hefur tapað tveimur leikjum í röð. 

„Við höfum ekki verið svo slæmir. Þetta var ekki svo slæmt tap í kvöld. Við vorum að spila á móti meisturunum og það var mikilvægari leikur síðasta laugardag. Þar á undan unnum við tvo leiki 3:0. Við reynum að standa okkur betur í leikjum við önnur lið en Manchester City,“ sagði Dyche. 

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.  

mbl.is