Ferðin á Turf Moor og Anfield (myndskeið)

Síminn Sport átti sína fulltrúa á leikjum í ensku úrvalsdeildinni í síðustu viku þegar Burnley mætti Manchester City og Liverpool og Everton áttust við í grannaslag á Anfield.

Tómas Þór Þórðarson og Freyr Alexandersson ræddu málin, spjallað var við Gylfa Þór Sigurðsson fyrir og eftir leik og við Jóhann Berg Guðmundsson, Pep Guardiola og Virgil van Dijk. 

Meðfylgjandi er ferðasagan í stuttri samantekt.

mbl.is