Gleði að spila með þessum strákum

Jón Daði Böðvarsson í landsleik í haust.
Jón Daði Böðvarsson í landsleik í haust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall fögnuðu góðum útisigri á Bristol City í gærkvöld, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni og hafa þokað sér upp töflu B-deildarinnar með góðum úrslitum undanfarið.

Liðið er nú í tólfta sæti af 24 liðum eftir að hafa  verið nálægt botninum framan af tímabilinu, og er aðeins fjórum stigum frá sjötta sætinu, síðasta umspilssætinu.

Jón Daði var í byrjunarliðinu og er greinilega mjög sáttur við liðsfélagana en hann skrifaði á Twitter fyrir stund: „Þvílík gleði að spila með þessum strákum.“

mbl.is