Ítalinn virðist eftirsóttur

Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti AFP

Ítalinn Carlo Ancelotti þykir nú líklegastur hjá veðbönkum sem næsti knattspyrnustjóri bæði hjá Arsenal og Everton. 

Arsenal og Everton eiga bæði eftir að ráða stjóra til lengri tíma eins og knattspyrnuunnendur þekkja. Ancelotti missti vinnuna hjá Napoli á dögunum en hann á að baki flottan feril sem knattspyrnustjóri og hefur stýrt mörgum stórliðunum á Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Englandi og Frakklandi. 

Hjá Everton er David Moyes næstur í röðinni og þá kemur Duncan Ferguson samkvæmt enskum veðbönkum en hann stýrir Everton um þessar mundir til bráðabirgða. 

Hjá Arsenal er Mikel Arteta næstur í röðinni en hann lék einmitt bæði með Arsenal og Everton. Freddie Ljungberg sem nú stýrir liðinu kemur þar á eftir. Þá er goðsögn hjá félaginu ofarlega á blaði, Patrick Vieira.  

mbl.is