Mané bestur í mánuðinum

Sadio Mané hefur verið illviðráðanlegur í leikjum Liverpool að undanförnu.
Sadio Mané hefur verið illviðráðanlegur í leikjum Liverpool að undanförnu. AFP

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur útnefnt Sadio Mané, sóknarmann Liverpool, besta leikmann deildarinnar í nóvembermánuði.

Mané skoraði þrjú mörk og lagði eitt upp í fjórum sigurleikjum Liverpool í nóvember þar sem liðið náði átta stiga forskoti í deildinni.

Mané, sem er 27 ára gamall Senegali, lagði fyrst upp mark og skoraði sigurmark gegn Aston Villa, og skoraði í framhaldi af því í leikjum gegn Manchester City og Crystal Palace.

Þetta er í þriðja sinn sem Mané hlýtur þessa viðurkenningu en áður var hann valinn í ágúst 2017 og mars 2019.

Hinir sem komu til greina voru Dele Alli og Heung-min Son frá Tottenham, Caglar Söyüncu og Jamie Vardy frá Leicester, Raúl Jimenez frá Wolves og Lys Mousset frá Sheffield United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert