Nýliðarnir í fimmta sætið

Oliver McBurnie fagnar ásamt liðsfélögum sínum.
Oliver McBurnie fagnar ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Oliver McBurnie reyndist hetja Sheffield United þegar liðið vann 1:0-sigur gegn West Ham á Bramall Lane í Sheffield í kvöld. McBurnie skoraði sigurmark leiksins á 53. mínútu og West Ham tókst ekki að jafna þrátt fyrir að setja pressu á Sheffield-menn undir lokin.

Nýliðarnir í Sheffield United fara með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar í 32 stig og er liðið nú einungis fjórum stigum frá Chelsea sem er í fjórða sætinu. West Ham er hins vegar áfram í vandræðum í sextánda sætinu með 22 stig, tveimur stigum frá fallsæti.

mbl.is