Gylfi átti þátt í sigurmarkinu (myndskeið)

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans hjá Everton unnu góðan 1:0-sigur á Brighton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Gylfi átti þátt í sigurmarkinu sem Richarlison skoraði í fyrri hálfleik, en Gylfi hóf sóknina með því að senda á Brasilíumanninn. Örfáum sendingum og einu skoti síðar leit sigurmarkið dagsins ljós. 

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is