Einstefna í sex stiga fallslag (myndskeið)

Wat­ford er komið upp úr fallsæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta í fyrsta skipti á tíma­bil­inu eft­ir sann­fær­andi 3:0-sig­ur á Bour­nemouth á úti­velli í dag. Bour­nemouth er fyr­ir vikið dottið niður í fallsæti.

Wat­ford hef­ur aðeins tapað ein­um af sjö leikj­um síðan Nig­el Pe­ar­son tók við liðinu af Javi Gracia, en Bour­nemouth hef­ur aðeins unnið einn af síðustu ell­efu leikj­um sín­um í deild­inni.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Símanum sport, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við sjónvarpsstöðina. 

mbl.is