Eriksen á leið til Inter

Christian Eriksen í leiknum við Middlesbrough.
Christian Eriksen í leiknum við Middlesbrough. AFP

Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, er á leið til Inter Mílanó frá Tottenham, samkvæmt frétt Sky Sport Italia seint í gærkvöld.

Þar er sagt að hann hafi þegar komist að samkomulagi um kaup og kjör við ítalska félagið og að Inter sé búið að bjóða Tottenham 10 milljónir evra fyrir Danann, ásamt aukagreiðslum.

Eriksen lék með Tottenham gegn Middlesbrough í bikarkeppninni í gærkvöld og José Mourinho knattspyrnustjóri hrósaði honum mjög.

„Hann lék mjög vel, skilaði fagmannlegri frammistöðu eins og ég vænti af honum. Ef hann ákveður að fara getur hann borið höfuðið hátt því hann leggur sig allan fram fyrir liðið,“ sagði Mourinho.

mbl.is