Fyrirliðinn fær þriggja leikja bann (myndskeið)

Pierre-Emerick Aubameyang verður ekki með Arsenal í næstu leikjum.
Pierre-Emerick Aubameyang verður ekki með Arsenal í næstu leikjum. AFP

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Arsenal, fær þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn var. 

Arsenal áfrýjaði rauða spjaldinu, en áfrýjuninni var hafnað af aganefnd enska knattspyrnusambandins og missir Gabonmaðurinn því af næstu þremur leikjum.

Aubameyang er markahæsti leikmaður Arsenal á leiktíðinni með 16 mörk. Hann missir af heimaleik við Sheffield United og útileik gegn Chelsea í deildinni og útileik gegn Bournemouth í enska bikarnum. 

Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

mbl.is