Óhugnanleg meiðsli hjá markverði Liverpool (mynd)

Fran Kitching á æfingu með Liverpool.
Fran Kitching á æfingu með Liverpool. Ljósmynd/Liverpool FC

Fran Kitching, markvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, varð fyrir óhugnanlegum meiðslum á æfingu með liðinu á dögunum.

Fékk Kitching stóran og djúpan skurð á ennið og missti af þeim sökum af leik liðsins við Bristol City um helgina. 

Kitching, sem er 21 árs, hefur verið í herbúðum Liverpool síðan árið 2018. Áður lék hún með Sheffield United og Chelsea. 

Markvörðurinn ungi birti myndir af sér á Twitter eftir atvikið, en þær eru ekki fyrir viðkvæmar sálir. Þar segist hún einnig vera á batavegi. Myndirnar má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is