Nýliðinn með eitt besta markið (myndskeið)

Nokkur glæsileg mörk voru skoruð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Hollendingurinn Steven Bergwijn skoraði m.a. fallegt mark í sínum fyrsta leik fyrir Tottenham í 2:0-sigri á Manchester City. 

Mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Mörkin eru í þessari röð: 

  1. Antonio Rüdiger fyrir Chelsea gegn Leicester
  2. Adam Masina fyrir Watford gegn Everton
  3. Philip Billing fyrir Bournemouth gegn Aston Villa
  4. Alex Oxlade-Chamberlain fyrir Liverpool gegn Southampton 
  5. Steven Bergwijn fyrir Tottenham gegn Manchester City
mbl.is