United að vinna kapphlaupið

Kalidou Koulibaly.
Kalidou Koulibaly. AFP

Manchester United er að vinna kapphlaupið um að kaupa Kalidou Koulibaly, miðvörðinn stæðilega frá Napoli, en fjögur önnur lið úr ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á Senegalanum.

Samkvæmt heimildum The Mirror hafnaði Napoli risatilboði frá United síðasta sumar og keypti enska félagið að lokum Harry Maguire frá Leicester á metfé. Napoli hefur hins vegar gengið illa í ítölsku deildinni í vetur og er Koulibaly nú sagður vera tilbúinn til að róa á önnur mið.

Senegalinn, sem er 27 ára gam­all, hef­ur verið einn besti varn­ar­maður ít­ölsku deild­ar­inn­ar í nokk­ur ár og hafa mörg af stærstu liðum Evr­ópu verið á hött­un­um eft­ir hon­um. Arsenal, Tottenham og Chelsea eru öll sögð hafa áhuga en samkvæmt Il Mattino, íþróttamiðli í Napoli, er United að vinna það kapphlaup sem stendur. Manchester-liðið er talið þurfa að punga út um 80 til 90 millj­ón­um punda fyr­ir Kouli­ba­ly.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert