Mourinho truflaði hetjuna í viðtali (myndskeið)

Heung-min Son fagnar sigurmarkinu í gær.
Heung-min Son fagnar sigurmarkinu í gær. AFP

Heung-Min Son var hetja Tottenham er liðið vann dramatískan 3:2-sigur á Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Son skoraði tvö mörk, en það síðara var sigurmark í uppbótartíma. 

Suður-Kóreumaðurinn fór í viðtal fyrir heimasíðu Tottenham eftir leikinn, en var truflaður af engum öðrum en José Mourinho, knattspyrnustjóra sínum. 

Son hefði getað skorað fleiri mörk og skaut Mourinho á leikmanninn sinn. „Ertu að tala um mörkin sem hann skoraði eða færin sem hann klúðraði?“ spurði Mourinho hlæjandi. Myndband af þessu skemmtilega atviki má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is