Þeir voru heppnir

Virgil van Dijk í baráttu við Diego Costa í kvöld.
Virgil van Dijk í baráttu við Diego Costa í kvöld. AFP

„Við fengum á okkur mark eftir horn. Það var þeirra fyrsta færi og það var varla færi, þeir voru heppnir,“ sagði pirraður Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, eftir 0:1-tap fyrir Atlético Madríd á útivelli í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 

Sigurmarkið kom strax á fjórðu mínútu og átti Liverpool erfitt með að skapa sér færi það sem eftir lifði leiks, þrátt fyrir að vera meira með boltann. 

„Í hálfleik töluðum við um að halda áfram að spila. Við stjórnuðum leiknum en því miður náðum við ekki að skapa okkur mjög góð færi. Við höfum enn 90 mínútur til að leiðrétta þetta.

„Það er erfitt að spila við þá. Spænski fótboltinn er góður. Við þurftum að aðlagast og ég tel okkur hafa gert það ágætlega,“ sagði van Dijk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert