Kærður fyrir að gera grín að veirunni

Alli hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu.
Alli hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu. AFP

Dele Alli, leikmaður Totten­ham Hot­sp­ur og enska landsliðsins í knatt­spyrnu, var í dag kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að gera grín að kór­ónu­veirunni á flugvelli um daginn. 

Alli birti mynd­skeið á sam­skiptamiðlin­um Snapchat þar sem hann gerði grín að veirunni en hann hef­ur nú fjar­lægt það og skrifað eft­ir­far­andi í staðinn:

„Hæ, þetta er Dele. Ég vildi bara biðjast af­sök­un­ar á mynd­skeiðinu sem ég setti á Snapchat í gær. Þetta var ekki fyndið, ég áttaði mig strax á því og fjar­lægði það. Þetta var sjálf­um mér til minnk­un­ar og ég brást fé­lagi mínu með þessu.“

Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að sambandið kærði Alli. Á hann væntanlega von á vænni sekt á næstu dögum og jafnvel stuttu banni. Hann hefur frest til 5. mars til að svara kærunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert