Missir væntanlega af EM í sumar

Cenk Tosun og Gylfi Þór Sigurðsson fórna höndum.
Cenk Tosun og Gylfi Þór Sigurðsson fórna höndum. AFP

Tyrkneski framherjinn Cenk Tosun verður væntanlega ekki með landsliði þjóðar sinnar á EM í fótbolta í sumar vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu með Crystal Palace í vikunni. 

Tosun var lánaður til Palace frá Everton í janúar, þar sem hann vildi komast í gott leikform fyrir EM í sumar, en hann fékk lítið að spreyta sig hjá Everton á leiktíðinni. 

Tyrkneski miðillinn TRT greinir frá því í dag að Tosun verði frá keppni í um sex mánuði. Hann missir því af því sem eftir lifir af tímabilinu á Englandi og EM í sumar. 

Sókn­ar­maður­inn skoraði eitt mark í fimm leikj­um með Palace. Hann skoraði aðeins níu mörk í 44 leikj­um fyr­ir Evert­on eft­ir að liðið keypti hann frá Besiktas á 27 millj­ón­ir punda fyr­ir tveim­ur árum. Þá hef­ur hann skorað 16 mörk í 40 lands­leikj­um með Tyrklandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert