Völlunum á Englandi verður lokað

Áhorfendur verða ekki á mörgum leikjum í viðbót á Englandi …
Áhorfendur verða ekki á mörgum leikjum í viðbót á Englandi samkvæmt The Times, jafnvel engum. AFP

Leikjum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður ekki frestað, síðustu umferðum deildarinnar verður ekki aflýst, en í staðinn verður leikið án áhorfenda til vorsins.

The Times segir í frétt sem birtist nú upp úr miðnættinu að þessar áætlanir séu í bígerð og gætu verið kynntar strax með morgni sem hluti af aðgerðum til að halda kórónuveirunni í skefjum á Bretlandseyjum.

Reiknað sé með að breska ríkisstjórnin muni lýsa yfir hæsta viðbúnaðarstigi í landinu vegna veirunnar og um leið og það verði gert verði nýja aðgerðaráætlunin fyrir fótboltann kynnt.

Leikir í öllum deildum verði leiknir án áhorfenda og öllum ársmiðahöfum í úrvalsdeildinni verði gert kleift að streyma leikjunum heiman frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert