Pogba og United í viðræðum

Paul Pogba
Paul Pogba AFP

Paul Pogba, miðjumaður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Manchester United, virðist hafa tekið skyndilega U-beygju en Daily Mirror greinir frá því í dag að hann og forráðamenn félagsins eigi í viðræðum um hvort Frakkinn framlengi samning sinn við liðið eða ekki.

Pogba er samn­ings­bund­inn United til árs­ins 2021 en hann reyndi að komast frá félaginu síðasta sumar og hefur verið mikið meiddur í vetur. Fjölmiðlar hafa talið hann vera á förum undanfarna mánuði og þá hefur umboðsmaður hans, Mino Raiola, átt í orðaskaki við Ed Woodward, framkvæmdastjóra United. Þeir eru hins vegar búnir að ná sáttum og stendur nú til að setjast niður með Frakkanum og ræða framtíð hans hjá félaginu.

Hann hef­ur aðeins byrjað fimm leiki í ensku úr­vals­deild­inni þar sem hann hef­ur lagt upp tvö mörk. Pogba á að baki 150 leiki fyr­ir United í öll­um keppn­um þar sem hann hef­ur skorað 31 mark en Ju­vent­us og Real Madrid eru bæði sögð áhuga­söm um leik­mann­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert