Veiran í herbúðum Brighton

Frá leik Brighton og Crystal Palace.
Frá leik Brighton og Crystal Palace. AFP

Kórónuveiran hefur skotið sér niður í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Brighton en frá því var greint í dag að leikmaður liðsins sé smitaður. 

Þrír leikmenn liðsins fóru í skimun vegna veirunnar og einn þeirra reyndist jákvæður en nafn leikmannsins hefur ekki verið birt. 

Brighton er í 15. sæti úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Gert hefur verið hlé á deildinni vegna heimsfaraldursins og óljóst hvenær þráðurinn verður tekinn upp. 

mbl.is