Ég brotnaði algjörlega

Bacary Sagna í leik með Arsenal.
Bacary Sagna í leik með Arsenal. AFP

Bacary Sagna var einn besti hægri bakvörður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er hann lék með Arsenal frá 2007 til 2014. Var hann valinn í lið ársins 2008 og 2011 og lék 284 leiki með liðinu. 

Sagna opnaði sig um brotthvarf sitt frá Arsenal við Goal. „Ég var ekki sáttur þegar Fabregas fór. Svo fóru Nasri og van Persie. Þetta var eins og kolröng yfirlýsing frá félaginu. Það skildi enginn af hverju van Persie fór. Hann skoraði helling,“ sagði Sagna. 

„Ég skildi ekki af hverju hann fékk að fara. Svo fór Alex Song líka. Ég var samt til í að vera áfram, en svo var Arsenal lengi að bjóða mér nýjan samning. Þá fékk ég nóg. Ég brotnaði algjörlega. Ég var særður, því ég gaf félaginu allt sem ég átti,“ bætti Frakkinn við. 

Hann gekk í raðir Manchester City, þar sem hann var í þrjú ár. Síðan lá leiðin til Kanada, þar sem hann býr núna og er án félags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert