Vill vera áfram á Englandi

Willian er ánægður á Englandi.
Willian er ánægður á Englandi. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Willian vill vera áfram á Englandi á næstu leiktíð, en samningur hans við Chelsea rennur út í sumar. Félagið og leikmaðurinn hafa rætt um nýjan samning en ekki komist að samkomulagi. 

Willian hefur þegar boðist til að halda áfram að spila með Chelsea, jafnvel þótt tímabilið verði ekki búið þegar samningurinn hans rennur út.

„Samn­ing­ur­inn minn renn­ur út í júlí og ef ég þarf að spila eft­ir að hann renn­ur út er það ekk­ert mál. Fé­lagið hef­ur alltaf staðið vel við bakið á mér, sagði Willi­an við Esporte In­terati­vo í heima­land­inu á dögunum. 

Í dag ræddi hann svo við ESPN í Brasilíu. „Ég vill vera áfram á Englandi en ég útiloka ekki aðrar deildir. Ég er orðinn mjög vanur lífinu á Englandi. Ég byrja á því að klára þetta tímambil með Chelsea,“ sagði Willian. 

mbl.is