Burnley yrði gjaldþrota í ágúst

Jóhann Berg Guðmundsson
Jóhann Berg Guðmundsson Ljósmynd/Burnley

Mike Garlick, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Burnley, segir ástandið hjá félaginu ekki gott. Afleiðingar kórónuveirunnar eru farnar að hafa mikil áhrif á rekstur Burnley. 

Garlick segir að félagið verði gjaldþrota í ágúst ef ekkert breytist. Tapi félagið um 50 milljónum punda, verði ekki hægt að klára tímabilið, og þá er það komið í vandræði, enda langt frá því að velta eins miklu og stærstu félög Englands. 

„Ef við klárum ekki þessa leiktíð verðum við með tóma sjóði í ágúst. Ég get ekki talað fyrir önnur félög en við leggjum mikla áherslu á að klára þessa leiktíð,“ sagði Garlick við Sky. 

Jóhann Berg Guðmundsson leikur með Burnley og hefur gert síðan 2016.

mbl.is