Ósáttur við framgöngu Liverpool

Jamie Carragher vinnur nú á Sky Sports.
Jamie Carragher vinnur nú á Sky Sports. Ljósmynd/Skysports.com

Knatt­spyrnu­fé­lagið Li­verpool, eitt það rík­asta í heimi, hef­ur nýtt sér neyðarúr­ræði stjórn­valda á Bretlandi og sent hluta af starfs­fólki sínu í launað leyfi en laun­in verða greidd, að hluta, úr rík­is­sjóði.

Jamie Carragher, sem allan sinn feril lék með Liverpool, er ekki sáttur við framgang félagsins, en hann lýsti yfir vonbrigðum sínum á Twitter. 

„Jürgen Klopp sýndi mikla samúð í byrjun faraldursins og leikmenn spila stórt hlutverk í að enska úrvalsdeildin ræði lækkun launa. Allt það góða sem kom út úr því er nú horfið. Þetta er lélegt LFC,“ skrifaði varnarmaðurinn fyrrverandi á Twitter. 

mbl.is