Leikmaður United gaf öldruðum mat

Harry Maguire er að gera vel innnan- og utanvallar
Harry Maguire er að gera vel innnan- og utanvallar AFP

Harry Maguire, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hvatti á dögunum liðsfélaga sína til að gefa hluta launa sinna í baráttunni við kórónuveiruna og góðverkin halda áfram hjá varnarmanninum. 

Maguire fæddist í Sheffield og ólst upp í Mosborough þar í borg. Leikmaðurinn gerði sér lítið fyrir og keypti mat handa eldri borgurum í gamla heimabænum. Munu allir íbúar bæjarins, 70 ára og eldri, fá matarpakka í boði Maguires á næstunni. 

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, gerði slíkt hið sama á dögunum og er það að færast í vöxt að leikmenn og stjórar í ensku úrvalsdeildinni hjálpi til á þessum erfiðu tímum.

mbl.is