Vill ekki snúa aftur til Arsenal

Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan. AFP

Knattspyrnumaðurinn Henrikh Mkhitaryan vill ekki snúa aftur til Arsenal á næstu leiktíð þrátt fyrir að vera samningsbundinn félaginu en hann er að láni hjá Roma á Ítalíu sem stendur.

Armeninn gerði eins árs lánssamning við Roma síðasta sumar og hefur skorað sex mörk í 17 leikjum þrátt fyrir þó nokkurt erfiði vegna meiðsla. Framherjanum líður hins vegar gríðarlega vel í höfuðborg Ítalíu eftir erfið ár á Englandi, fyrst með Manchester United og svo Arsenal.

Það er miðillinn Goal sem segir frá þessu en erfitt gæti reynst fyrir Mkhitaryan að fá ósk sína uppfyllta. Ítalska félagið er nefnilega ekki tilbúið að borga uppsett verð fyrir leikmanninn en Lundúnaliðið vill fá 22 milljónir punda fyrir hann. Armeninn er orðinn 31 árs gamall og á litla sem enga framtíð hjá Arsenal eftir að Mikel Arteta tók við stjórn­artaum­un­um hjá fé­lag­inu og því afar ólík­legt að hann verði í her­búðum enska liðsins á næstu leiktíð. Roma ætlar að reyna fá leikmanninn aftur á láni á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert