Man. United að semja á síðustu stundu?

Odion Ighalo.
Odion Ighalo. AFP

Manchester United virðist, eftir allt, ætla að halda sóknarmanninum Odion Ighalo innan sinna raða út tímabilið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu samkvæmt heimildum Goal. Lánssamningur Nígeríumannsins við United rennur út á sunnudaginn og var búist við að myndi snúa aftur til Kína.

Shenghai Shenhua vildi fá Ighalo aftur til sín um helgina þar sem kínverska deildin mun brátt hefja göngu sína á ný en hann er lykilmaður í liðinu. Félagið hafði áhuga á að selja Ighalo til United en ekki framlengja lánssamninginn og virtust því viðræður félaganna sigldar í strand.

Nú virðist sem kúvending hafi orðið í þeim viðræðum því forráðamenn United eru skyndilega bjartsýnir á að komast að samkomulagi um að Ighalo fái að klára tímabilið á Englandi en reiknað er með að úrvalsdeildin hefjist aftur um miðjan næsta mánuð.

mbl.is