United þarf ekki á Coutinho að halda

Ferill Philippe Coutinho hefur legið niður á við síðan hann …
Ferill Philippe Coutinho hefur legið niður á við síðan hann fór frá Liverpool. AFP

Manchester United á ekki að vera eltast við knattspyrnumanninn Philippe Coutinho og þarf ekki á honum að halda en þessi fyrrverandi leikmaður Liverpool er á sölulistanum hjá Barcelona. Þýska fé­lagið Bayern München leyfði kauprétti sínum á leikmanninum að renna út en hann er þar á láni út þetta tímabil.

Dimitar Berbatov, sem spilaði með United um árabil, telur sitt gamla lið einfaldlega hafa nóg af góðum miðjumönnum og þurfi því ekki kappann. „Hann mun fara í gott lið, enda góður leikmaður en í hreinskilni sagt, United þarf hann ekki,“ sagði Berbatov í myndskeiði sem Betfair birti á samfélagsmiðlum sínum um þær sögusagnir að Brasilíumaðurinn gæti skipt til Manchester.

Umboðsmaður Coutinho hefur sagt að leikmaðurinn vill fara aftur til Englands þar sem hann átti frábær ár með Liverpool en hann er 27 ára gam­all. Barcelona borgaði 105 millj­ón­ir punda fyr­ir bras­il­íska sókn­ar­mann­inn sem er nú sagður vera til sölu fyr­ir 70 millj­ón­ir punda. Hann er eft­ir­sótt­ur af liðum í ensku úr­vals­deild­inni og þá hef­ur hann einnig verið orðaður við Frakk­lands­meist­ara PSG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert