Hjartað upp í heila (myndskeið)

Enska knattspyrnufélagið Liverpool varð Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í gær þegar Manchester City mistókst að vinna Chelsea á Stamford Bridge í London. Hallgrímur Indriðason hefur haldið með Liverpool frá því að hann var sextán ára gamall en hann ræddi við Tómas Þór Þórðarson, ritstjóra enska boltans, í  Vellinum sem var á dagskrá Símans Sport í gær.

„Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja,“ sagði Hallgrímur. „Ég var sextán ára gamall þegar Liverpool varð síðast Englanndsmeistari og ég er einfaldlega orðlaust. Það er í raun bara lygilegt að þetta hafi gerst, þótt þetta hafi hálfpartinn legið meira og minna í loftinu í allan vetur ef svo má sega. Hjartað á mér er bara einhvers staðar upp í heila. 

Menn reyna að safnast saman og fagna eins og hægt er. Auðvitað hlýða menn Víði og allt það en við ákváðum að koma hér saman þar sem þetta hafðist á þessum merka degi og okkur tókst ágætlega til með það,“ bætti formaður Liverpool-klúbbsins við í samtali við Völlinn á Síminn Sport í gær.

All­ir leik­ir ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar eru sýnd­ir beint á Sím­inn Sport.

Liverpool er Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár.
Liverpool er Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert