Okkar lið hefði unnið þetta Liverpool-lið (myndskeið)

Sami Hyypiä, fyrrverandi varnarmaður Liverpool, ræddi við Tómas Þór Þórðarson, Eið Smára Guðjohnsen og Frey Alexandersson er hann var gestur í Vellinum á Símanum sport í kvöld. Eins og gefur að skilja var Finninn kátur. 

„Stuðningsmennirnir eru búnir að bíða lengi eftir þessu. Það var leiðinlegt að tapa bara einum leik á síðustu leiktíð en ná ekki að vinna deildina. Sem betur fer náði liðið að halda áfram og er nú langt fyrir ofan City.

Ég er rólegri en það og ég gerði ekki mikið í þessum meistaratitli en ég samgleðst öllum,“ bætti Hyypiä við en spjallið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. 

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is