Tókst það sem öðrum tókst ekki (myndskeið)

Liverpool er Englandsmeistari í knattspyrnu eftir þrjátíu ára bið en liðið varð síðast meistari árið 1990. Þá hafði liðið aldrei unnið ensku úrvalsdeildina í núverandi mynd frá stofnun hennar árið 1992. 

Í gær vann Chelsea 2:1-sigur gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge í London. Eftir leikinn er Liverpool með 23 stiga forskot á City þegar sjö umferðir eru eftir og ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool að stigum.

Undanfarna áratugi hefur fjölda stjóra stýrt liðinu í þeirri von að gera liðið að enskum meisturum; Graeme Souness, Roy Evans, Gérard Houllier, Rafa Beníttez, Roy Hodgson, Kenny Daglish og loks Brendan Rodgers.

Jürgen Klopp tók hins vegar við liði Liverpool í október 2015 og hefur á þeim tíma gert stórkostlega hluti með það. Liverpool varð Evrópumeistari undir hans stjórn síðasta vor og loks Englandsmeistari í gær í fyrsta sinn í þrjátíu ár.

Allir leikir ensku úrvalsdeildarinnar eru sýndir beint á Símanum Sport.

Jürgen Klopp er Englandsmeistari.
Jürgen Klopp er Englandsmeistari. AFP
mbl.is