Vandræðagangur Watford hélt áfram

Danny Ings skoraði tvö.
Danny Ings skoraði tvö. AFP

Watford er enn í leit að fyrsta sigrinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir kórónuhlé en liðið mátti þola 1:3-tap fyrir Southampton á heimavelli í dag. 

Danny Ings kom Southampton á bragðið á 16. mínútu og var staðan í leikhlé 1:0. Ings var ekki hættur því hann bætti við öðru marki Southampton og öðru marki sínu á 70. mínútu. 

Watford komst aftur inn í leikinn á 79. mínútu er Jan Bednarek skoraði sjálfsmark, en aðeins þremur mínútum síðar kom James Ward-Prowse Southampton í 3:1 og þar við sat. 

Southampton er svo gott sem sloppið við fall. Liðið er í þriðja sæti með 40 stig, en Watford er í 16. sæti með 28 stig, einu stigi fyrir ofan fallsæti, þegar liðin eiga sex leiki eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert