City valtaði yfir Liverpool

Phil Foden fer framhjá Sadio Mané og Georginio Wijnaldum í …
Phil Foden fer framhjá Sadio Mané og Georginio Wijnaldum í kvöld. AFP

Manchester City fór illa með Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í lokaleik 32. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld, 4:0. 

City lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Kevin De Bruyne kom heimamönnum á bragðið á 25. mínútu með marki úr víti sem Raheem Sterling náði í eftir baráttu við Joe Gomez. 

Sterling sá sjálfur um að gera annað markið er hann lék á Gomez og skoraði. Hinn ungi Phil Foden skoraði þriðja mark City eftir glæsilegan samning við Kevin De Bruyne og var staðan í leikhléi 3:0. 

Fjórða mark City kom á 66. mínútu. De Bruyne sendi á Sterling sem lék á Andy Robertson og átti skot að marki, boltinn var á leiðinni framhjá þegar varamaðurinn Alex Oxlade-Chamberlain tæklaði boltann í eigið mark. 

Riyad Mahrez kom boltanum í markið í uppbótartíma, en markið var dæmt af vegna hendi og urðu lokatölur því 4:0. 

Liverpool er nú með 20 stigum meira en Manchester City á toppnum. Meistararnir hafa 86 stig og City 66 stig þegar sex umferðir eru eftir. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Man. City 4:0 Liverpool opna loka
90. mín. Það verða fjórar mínútur í uppbótartíma. Úrslitin löngu ráðin.
mbl.is