Skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool (myndskeið)

Englandsmeistarar Liverpool eru komnir aftur á beinu brautina í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu eftir 4:0-tap gegn Manchester City á Etihad-vellinum í Manchester í síðustu umferð deildarinnar.

Liverpool fékk Aston Villa í heimsókn í dag og það var Sadio Mané sem kom Liverpool yfir á 71. mínútu. Það var svo Curtis Jones sem bætti við öðru marki Liverpool og sínu fyrsta deildarmarki fyrir félagið á 89. mínútu og þar við sat.

Leikur Liverpool og Aston Villa var í beinni útsendingu á Síminn Sport. 

Curtis Jones fagnar marki sínu ásamt Virgil van Dijk.
Curtis Jones fagnar marki sínu ásamt Virgil van Dijk. AFP
mbl.is