Lykilmaður United gerir þriggja ára samning

Nemanja Matic hefur framlengt samning sinn við Manchester United.
Nemanja Matic hefur framlengt samning sinn við Manchester United. AFP

Serbneski knattspyrnumaðurinn Nemanja Matic hefur framlengt samning sinn við Manchester United til ársins 2023. Virtist Matic vera á leið frá United í janúar, en með góðri frammistöðu í byrjun árs tókst miðjumanninum að vinna sér inn sæti í liðinu á nýjan leik. 

„Ég er mjög ánægður með að vera áfram hjá þessu magnaða félagi. Mér finnst ég hafa mikið fram að færa sem leikmaður og að fá að gera það með Manchester United er mikill heiður,“ sagði Matic í viðtali á heimasíðu félagsins. 

„Ég er hæstánægður með að Nemanja hafi skrifaði undir nýjan samning. Reynsla og leiðtogahæfileikar hans koma sér afar vel. Hann verður mikilvægur hlekkur hjá okkur næstu árin,“ sagði knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær. 

Kom Matic til United frá Chelsea árið 2017 og í 114 leikjum með United hefur hann skorað fjögur mörk. 

mbl.is