Eins og það sé verið að stýra þeim (myndskeið)

Uppgangur Arsenal var til umræðu í þættinum Völlurinn á Síminn Sport þar sem þau Margrét Lára Viðarsdóttir og Freyr Alexandersson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar. Arsenal vann Wolves um helgina, 2:0, og hefur nú unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum.

„Það er svo greinilegt að þetta sé tekið vel fyrir á æfingasvæðinu, það er eins og það sé verið að stýra þeim,“ sagði Margrét Lára um agaða hápressu Arsenal-liðsins sem hefur verið að færa sig upp á skaftið á undanförnum vikum.

Þá var ungstirnið Bukayo Saka til umræðu en hann skoraði annað marka Lundúnaliðsins um helgina og þykir bráðefnilegur þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára að aldri. „Hann les þetta, tekur boltann á réttum stað og er ekki að negla á markið. Að vera kominn með 30 leiki, 18 ára gamall fyrir Arsenal er magnað,“ sagði Freyr. Klippuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert