Þetta á heima í búningsklefanum

Hugo Lloris og Son Heung-min takast sáttir í hendur eftir …
Hugo Lloris og Son Heung-min takast sáttir í hendur eftir leikinn. AFP

„Þetta á heima í búningsklefanum. Það er mikil virðing milli allra leikmanna og það sem gerðist milli mín og Son er hluti af fótboltanum,“ sagði Hugo Lloris, markvörður Tottenham, í viðtali við Sky Sports eftir að ganga þurfti á milli hans og samherjans Son Heung-min í leik liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Son skilaði sér ekki til baka í vörnina eftir að hafa misst boltann skömmu fyrir hálfleik og franski markvörðurinn viðurkenndi að hafa snöggreiðst yfir atviknu. „Þetta fór í taugarnar á mér en þetta er fótboltinn, við höldum áfram,“ bætti hann við en Tottenham vann leikinn 1:0 þökk sé sjálfsmarki Michael Keane.

José Mour­in­ho, knatt­spyrn­u­stjóri Totten­ham, var alls ekki ósáttur að sjá eigin leikmenn takast á og skamma hvor annan. „Stund­um þurfa menn að gera kröf­ur til liðsfé­laga sinna svo það sé hægt að taka skref fram á við. Þú þarft að vera sterk­ur per­sónu­leiki til þess að taka næsta skref og þrosk­ast. Ég var glaður þegar að ég sá að þeir voru að gagn­rýna hvor ann­an því þetta var fal­leg­ur árekst­ur. Menn eiga að vera með smá blóð á tönn­un­um,“ sagði Portúgal­inn sjálfur við fjölmiðla eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert