Nú þarf Klopp að vera á tánum (myndskeið)

Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool voru til umræðu í þætt­in­um Völl­ur­inn á Sím­inn Sport þar sem þeir Bjarni Þór Viðars­son og Freyr Al­ex­and­ers­son voru gest­ir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar.

Liverpool hefur nú þegar tryggt sér Englandsmeistaratitilinn en það þýðir ekki að leikmenn og þjálfarar liðsins hafi efni á því að slaka á. „Nú þarf þjálfarateymið að stíga upp, setja ný markmið til að elta og ýta á leikmenn á æfingasvæði og í leikjum,“ sagði Freyr. 

„Þeir eru 100% að elta þetta stigamet líka,“ bætti Bjarni við en Liverpool er með 92 stig eftir 34 leiki og getur því endað tímabilið með 104 stig, takist liðinu að vinna rest. Metið á Manchester City sem nældi í 100 stig fyrir tveimur árum. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert