Sterling með þrennu í stórsigri City

Raheem Sterling skorar stórfurðulegt fimmta mark leiksins.
Raheem Sterling skorar stórfurðulegt fimmta mark leiksins. AFP

Manchester City átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að vinna 5:0-stórsigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Raheem Sterling og Gabriel Jesus komu City í 2:0 í fyrri hálfleik og Sterling bætti við sínu öðru marki áður en Bernardo Silva skoraði fjórða markið í seinni hálfleik.

Sterling var ekki hættur því hann fullkomnaði þrennuna með skrautlegu marki á 81. mínútu. Sterling datt þá á boltann innan teigs og skallaði hann óvart í leiðinni á milli fóta Matt Ryan í marki Brighton og boltinn lak í netið. Reyndist það síðasta mark leiksins. 

City er sem fyrr í öðru sæti, nú með 72 stig. Brighton er í 15. sæti með 36 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Brighton 0:5 Man. City opna loka
90. mín. Leik lokið Auðvelt hjá City í kvöld.
mbl.is